Kyndilberar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 07:30 Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun