Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur Þórir Garðarsson skrifar 25. mars 2019 10:30 Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar