Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur Þórir Garðarsson skrifar 25. mars 2019 10:30 Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun