Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Kjartan Bergur Jónsson og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Icelandair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmtistaðinn Shooters, á heimili Kristjáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endurskoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttarlögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjólstæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sakborningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shooters og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skattaskil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfsstöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjartan væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðspurður um gang rannsóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilkynningu lögreglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni.Kjartan Bergur Jónsson.FBL/StefánHúsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðalmeðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Kristján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavínsklúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllunarefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmaður farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30 Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair Mennirnir þrír sem ákærðir voru í Icelandair-innherjasvikamálinu voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. febrúar 2019 14:30
Skemmtistaðurinn Shooters innsiglaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti. Lögreglan staðfestir þó ekki að húsleit hafi verið gerð á skemmtistaðnum í aðgerðum lögreglu í miðborginni í tengslum við umfangsmikla brotastarfsemi. 10. febrúar 2019 16:00