Líf eftir WOW Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2019 07:00 WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir WOW Air Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun