Skáldar um stjórnmál Marta Guðjónsdóttir skrifar 29. mars 2019 08:15 Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur er ósáttur við þá gagnrýni sem rignt hefur yfir borgarstjórann og hans borgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Hann telur að minnihlutafulltrúar séu með dylgjur um svik, lögleysu og spillingu meirihlutans. Auk þess hefur hann, mjög skiljanlega, áhyggjur af því að stuðningsfólk borgarstjóra sé farið að týna tölunni. Hann reyndi því að stappa í það stálinu með grein í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Einar kvartar m.a. undan einhverjum ómaklegum ummælum úr pistli í Fréttablaðinu um myglu í skólum. En það breytir engu um kjarna málsins: Þeim frístundamiðstöðvum og grunnskólum borgarinnar fjölgar stöðugt þar sem verulegt rask hefur orðið eða verður á skólahaldi vegna myglu. Myglan verður rakin til óviðunandi úttektar á húsnæði grunnskóla borgarinnar og vísvitandi vanhirðu, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og viðvaranir frá minnihlutafulltrúum. Myglufaraldurinn er einsdæmi í skólahaldi í Reykjavík enda eiga hér í hlut töluvert á annað þúsund nemendur.Braggabruðl og ósannindi Um Braggamálið segir Einar m.a.: „ ...jafnframt er það augljóst að mistökin á borð við þau sem þar urðu eiga sér fjöldann af hliðstæðum í opinberum framkvæmdum hér á landi...“ Sú staðreynd afsakar ekkert og breytir ekki þeirri óhæfu að Bragginn er einungis ein af fjölmörgum, nýlegum framkvæmdum borgarinnar sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlun. Hér má nefna Mathöllina við Hlemm, vitann við Sæbraut, Gröndalshús og viðhald Félagsbústaða á íbúðablokk við Írabakka svo fáein dæmi séu nefnd. En þau eru fleiri. Braggamálið er í raun tvíþætt: Annars vegar er um að ræða óheyrilega framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun. Hins vegar er um að ræða alvarlegan áfellisdóm Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnleysi og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda og ótrúleg viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við málinu þegar í óefni var komið. Innri endurskoðun sá sérstaka ástæðu til að semja minnisblað vegna ítrekaðra ósanninda kjörinna fulltrúa meirihlutans um að engum tölvupóstum hafi verið eytt vegna Braggamálsins. Nú vita allir að svo var gert en það er brot á lögum um opinber skjalasöfn.Ruglar saman orsökum og afleiðingum Einar kvartar auk þess undan því að feikilega aukin svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu sé „útmálað sem trassaskapur borgarstjórnar, þótt það sé eins á öllu svæðinu. ...“ Aukna svifryksmengun ber fyrst og fremst að rekja til andstöðu borgaryfirvalda við samgöngubótum á stofnbrautum. Þessi andstaða lengir ferðatíma, fjölgar umferðarljósum á stofnbrautum og fjölgar þar með tilvikum þar sem ökutæki eru stöðugt að hægja á sér, stöðvast, taka af stað og auka hraðann. Þess vegna bera borgaryfirvöld, öðrum fremur, ábyrgð á aukningu svifryks. Síðan segir Einar: „Þróun íbúðaverðs hefur verið á undanförnum árum í sama takti um mestallan landsfjórðunginn, en samt er hækkunin sett á reikning þéttingarstefnu borgaryfirvalda.“ Hér ruglar Einar aftur saman orsök og afleiðingu. Með nýju aðalskipulagi kom Dagur B. Eggertsson á lóðaskortsstefnu með þeim afleiðingum að hlutfall lóðaverðs af íbúðum í Reykjavík hefur margfaldast frá 2010. Þetta er stefna borgaryfirvalda. Nágrannasveitarfélögin hafa svo því miður þurft að súpa seyðið af þessari röngu stefnu.Ruglast á gagnrýni og níði Hvers vegna hefur gagnrýni hreinlega rignt yfir borgarstjóra og borgarstjórn í þá tíu mánuði sem þau hafa setið að völdum. Svar Einars er einfalt: „Það sem málið snýst um er einfaldlega að borgarstjórnin er eitt af fáum stórum valdakerfum landsins sem hægrimenn geta ekki ráðskast með eins og það sé þeirra eigin eign. Og þess vegna eru þeir svona brjálaðir.“ Svona ódýr samsæriskenning er ekki sæmandi jafn merkum rithöfundi og Einari Kárasyni. Það eru grundvallar skyldur borgarfulltrúa að vinna samviskusamlega að hagsmunum borgarbúa, sinna eftirlitsskyldu sinni og gagnrýna það í rekstri og stjórn borgarinnar sem þeir telja ámælisvert. Þessum skyldum hafa fulltrúar minnihlutans almennt sinnt málefnalega og af rökvísi og háttvísi. En um þessa viðleitni okkar hefur Einar hins vegar orð eins og níð, offors, dylgjur um svik, lögleysu og spillingu, vanstilltan óhróður, ýkjur, lygi, þráhyggju, daglegan róg og brjálaða hægrimenn. Mættum við kannski fá meira að heyra?Stjórnmál eða skáldskapur Mér er að lokum spurn: Á öll þessi blíðmælgi einnig við um allar þær opinberu stofnanir sem einnig hafa leyft sér að gagnrýna stjórnarhætti Reykjavíkurborgar að undanförnu, s.s. Hæstarétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Umboðsmann Alþingis, Kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Dómsmálaráðuneytið, Sveitarstjórnarráðuneytið, Borgarskjalasafn og Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Þeir koma þá orðið víða við, þessir „brjáluðu hægrimenn“ – nema þingmaðurinn sé farinn að skálda. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun