Stéttarfélög bera ábyrgð á hegðun verkfallsvarða Jóhannes Þór Skúlason skrifar 19. mars 2019 23:45 Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar