Stéttarfélög bera ábyrgð á hegðun verkfallsvarða Jóhannes Þór Skúlason skrifar 19. mars 2019 23:45 Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun