Áslaug vill að sveitarfélögin hugi líka að skattalækkunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Í Kópavogi er útsvarið ekki í botni. Það er hins vegar staðan í 55 sveitarfélögum af 72. FRÉTTABLAÐIÐ/antonbrink „Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
„Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum leggja fram þingsályktunartillögu um breytingar á framsetningu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að tilgreint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skattþrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitarfélaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjármunum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skattbyrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðismálin og gjaldskrár sveitarfélaga.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmSamninganefnd Starfsgreinasambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamningum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteignaskatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitarfélögin að koma að lausn kjarasamninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveðursský á lofti. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekjustofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur sniðinn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verkefni en við erum að einblína á lögbundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kópavogur Reykjavík Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent