Meira og betra er líka dýrara Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun