Körfubolti

Þrír nýkrýndir bikarmeistarar í íslenska landsliðshópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson er bæði fyrirliði Stjörnunnar og landsliðsins.
Hlynur Bæringsson er bæði fyrirliði Stjörnunnar og landsliðsins. vísir/bára
Craig Pedersen hefur valið æfingahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands í í forkeppni Evrópumótsins 2021 en þeir eru á móti Portúgal og Belgíu.

Pedersen velur meðal annars þrjá nýkrýnda bikarmeistara úr Stjörnunni í hópinn sinn en það eru þeir Hlynur Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson og Collin Pryor.

Sautján leikmenn eru í hópnum en þar á meðal er Jón Arnór Stefánsson sem leikur hundraðasta og síðasta landsleik sinn á móti Portúgal í Laugardalshöllinni 21. febrúar næstkomandi.

Fjórir leikmenn í hópnum spila erlendis en það eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Briem Pálsson, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason.

Æfingahópur landsliðsins fyrir leikina tvo:

Collin Pryor · Stjarnan

Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki

Elvar Már Friðriksson · Njarðvík

Gunnar Ólafsson · Keflavík

Haukur Helgi Briem Pálsson · Nanterre 92, Frakklandi

Haukur Óskarsson · Haukar

Hjálmar Stefánsson · Haukar

Hlynur Bæringsson · Stjarnan

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík

Jón Arnór Stefánsson · KR

Kristinn Pálsson · Njarðvík

Kristófer Acox · KR

Maciej Baginski · Njarðvík

Martin Hermannsson · Alba Berlín, Þýskalandi

Sigtryggur Arnar Björnsson  · Grindavík

Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradoiro, Spánn

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×