Körfubolti

„Flotti fíni Garða­bær á móti Breið­holtinu“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
ÍR og Stjarnan mættust í sögufrægu einvígi árið 2019, sem verður endurtekið í ár.
ÍR og Stjarnan mættust í sögufrægu einvígi árið 2019, sem verður endurtekið í ár.

Stjarnan og ÍR munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og endurtaka þar með stórkostlegt einvígi frá árinu 2019. Sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu í spilin.

„Það er saga þarna. Þetta er frægt einvígi þegar ÍR-ingar slógu Stjörnuna út úr úrslitakeppninni. Svo er þetta líka Garðabær, flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu sko. Það eru alls konar sögur þarna“ sagði Teitur Örlygsson um þetta æsispennandi einvígi.

Borche Illievski er maðurinn sem stýrði ÍR til sigurs í einvíginu 2019. Hann er mættur aftur í þjálfarastólinn. Svo má gera ráð fyrir að Ghetto Hooligans, stuðningsmannasveit ÍR, muni hafa mikil og góð áhrif á einvígið í ár eins og þeir gerðu þá.

Væntingar eru gerðar til Íslandsmeistaratitils í Garðabænum. Stjörnumenn eru undir mikilli pressu og hafa harma að hefna eftir tapið um árið.

Klippa: Umræða um einvígi Stjörnunnar og ÍR

Farið var yfir allar helstu sögulínur einvígisins á Körfuboltakvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×