Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. mars 2025 15:25 Pekka Salminen getur ekki beðið eftir að byrja. vísir/Anton Pekka Salminen var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára. Finninn reynslumikli er afar spenntur fyrir starfinu. Salminen er 61 árs og hefur komið víða við á ferlinum. Hann þjálfaði meðal annars kvennalandslið Finnlands árunum 2015 til 2023 og var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins 2001 til 2014. Þá hefur hann unnið sænska meistaratitla í karlaflokki sem þjálfari. Hann starfar við menntunarmál þjálfara hjá finnska körfuknattleikssambandinu en kveðst afar spenntur að komast aftur í þjálfun, með íslenska liðinu. Klippa: Nýr landsliðsþjálfari getur ekki beðið eftir að byrja „Þetta er frábær tilfinning. Ég hef hitt margt frábært fólk og ég er glaður að vera hérna. Það er mikil spenna í líkamanum,“ segir Salminen í samtali við íþróttadeild. „Þegar ég byrjaði að ræða við fólk hérna komst ég að því að hér er fagfólk og heyrði frá öðrum að það væri toppfólk hjá KKÍ. Ég fór að kynna mér íslensku deildina og leikmennina og komst að því að hér er eitthvað til að vinna með. Smátt og smátt varð ég hrifnari af þessu, það er gott fólk og góðir leikmenn. Af stað með þetta,“ segir Finninn enn fremur. Í þessari viku tekur hann viðtöl við kandídata í þjálfarateymið, sem á enn eftir að setja saman. Hann mun þá hitta leikmenn úr liðinu strax í dag. „Ég hef séð leikmennina spila en í dag mun ég fara að hitta leikmenn. Ég held það sé mikilvægast að hitta leikmennina,“ segir Salminen. En hver eru markmið hans í starfi? „Markmiðið er alltaf að komast á EM. Ég er meðvitaður um að það verður erfitt, það er bara þannig. En ég held að við getum farið að vinna lið á hærra stigi og getum horft til þess að komast á EM. Þá eru ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni, við stefnum á að vera á betri stað eftir fjögur ár,“ segir Salminen sem getur ekki beðið eftir að byrja. „Ég er meira en spenntur. Það brennur eldur í vængjunum, ég hlakka til að byrja.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta KKÍ Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Salminen er 61 árs og hefur komið víða við á ferlinum. Hann þjálfaði meðal annars kvennalandslið Finnlands árunum 2015 til 2023 og var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins 2001 til 2014. Þá hefur hann unnið sænska meistaratitla í karlaflokki sem þjálfari. Hann starfar við menntunarmál þjálfara hjá finnska körfuknattleikssambandinu en kveðst afar spenntur að komast aftur í þjálfun, með íslenska liðinu. Klippa: Nýr landsliðsþjálfari getur ekki beðið eftir að byrja „Þetta er frábær tilfinning. Ég hef hitt margt frábært fólk og ég er glaður að vera hérna. Það er mikil spenna í líkamanum,“ segir Salminen í samtali við íþróttadeild. „Þegar ég byrjaði að ræða við fólk hérna komst ég að því að hér er fagfólk og heyrði frá öðrum að það væri toppfólk hjá KKÍ. Ég fór að kynna mér íslensku deildina og leikmennina og komst að því að hér er eitthvað til að vinna með. Smátt og smátt varð ég hrifnari af þessu, það er gott fólk og góðir leikmenn. Af stað með þetta,“ segir Finninn enn fremur. Í þessari viku tekur hann viðtöl við kandídata í þjálfarateymið, sem á enn eftir að setja saman. Hann mun þá hitta leikmenn úr liðinu strax í dag. „Ég hef séð leikmennina spila en í dag mun ég fara að hitta leikmenn. Ég held það sé mikilvægast að hitta leikmennina,“ segir Salminen. En hver eru markmið hans í starfi? „Markmiðið er alltaf að komast á EM. Ég er meðvitaður um að það verður erfitt, það er bara þannig. En ég held að við getum farið að vinna lið á hærra stigi og getum horft til þess að komast á EM. Þá eru ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni, við stefnum á að vera á betri stað eftir fjögur ár,“ segir Salminen sem getur ekki beðið eftir að byrja. „Ég er meira en spenntur. Það brennur eldur í vængjunum, ég hlakka til að byrja.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta KKÍ Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira