„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Aron Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 12:01 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands og Kristófer Acox, leikmaður Vals Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“ Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Segja má að deildarkeppninni hafi verið ansi kaflaskipt hjá liði Vals sem byrjaði mótið herfilega og var um tíma í fallsæti en eins og hefur sannast svo oft áður í körfuboltanum snýst þetta um að toppa á réttum tíma og er Valur eitt þeirra liða sem kemur á hvað mestu skriði inn í úrslitakeppnina þar sem að bíður einvígi gegn Grindavík. Þessi lið, sem mættust í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra sem fór alla leið í oddaleik og lauk með sigri Vals, enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þetta árið og ætti þeirra einvígi í átta liða úrslitunum fyrir fram að vera eitt það mest spennandi. Klippa: Spáð í einvígi Vals og Grindavíkur En það var mál manna í Bónus körfuboltakvöldi, sem stýrt var af Stefáni Árna Pálssyni og í sérfræðinga sætunum voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar, að tímabilið hjá Valsmönnum hafi snúist almennilega við þegar að Kristófer Acox sneri til baka úr meiðslum sem hann varð einmitt fyrir í oddaleik úrslitaeinvígisins á síðasta tímabili gegn Grindavík. „Mér finnst þetta dálítið stórt núna fyrir Kristófer, þessi úrslitakeppni,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn Teitur Örlygs. „Líka bara upp á EM næsta haust. Getur hann sannfært þjálfarann um að það sé vert að taka hann með til Póllands. Ég held að þetta skipti Kristófer líka máli,“ bætti Teitur við og Sævar brást við þessum orðum með því að setja upp sviðsmynd fyrir hann. Kristófer Acox, fyrirliði Vals, lyfti bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir sigur gegn KR í úrslitaleiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz „Segjum að Kristófer endi á að verða Íslandsmeistari með Val, setji tuttugu stig í leik og taki tólf fráköst, myndir þú, sem fyrrverandi þjálfari, taka hann með eftir það sem á undan er gengið?“ Teitur sagðist ekki vita hvað hefði á undan gengið milli Kristófers og Craig Pedersen landsliðsþjálfara en þegar landsliðsþjálfarinn var spurður að því í viðtali hér á Vísi fyrir mánuði síðan af hverju Kristófer væri ekki valinn í landsliðið vildi hann ekki svara því hvort ósætti þeirra á milli væri ástæðan. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ sagði Pedersen á þeim tíma en viðtalið má finna hér fyrir ofan. Teitur Örlygs trúir á fyrirgefninguna. „Ég veit að Kristófer er betri en sumir gæjar í liðinu. Ég held það séu allir sammála því. Ég veit ekkert hvað gerðist þarna en ég trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri.“
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta Körfuboltakvöld Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira