„Frábært að stela heimavellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 22:05 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. „Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
„Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira