Grunnskólinn og framtíðin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:46 Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun