Grunnskólinn og framtíðin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:46 Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun