Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 15:38 Kúrdískur hermaður í Sýrlandi. Hersveitir Kúrda hafa frelsað borgir sem Ríki íslams hafði sölsað undir sig. Vísir/Getty Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mögulegt er að hersveitir Kúrda í Sýrlandi hætti baráttu sinni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og flytja lið sitt nær tyrknesku landamærunum eftir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt bandarískt herlið úr Sýrlandi á næstu mánuðum. Ákvörðun Trump sem hann kynnti skyndilega í gær hefur komið mörgum í hans eigin ríkisstjórn og bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Ríkisstjórn hans hefur talað um nauðsyn þess að bandarískt herlið verði áfram í Sýrlandi ótímabundið á meðan endanlegur sigur á Ríki íslams sé tryggður. Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF) hefur þannig farið fremst í flokki í stríði við hryðjuverksamtökin. Fulltrúar þeirra fengu ekki að vita af ákvörðun Bandaríkjaforseta fyrr en í gær. Einn leiðtoga Kúrda segir við breska blaðið The Guardian að þeir muni nú hætta baráttunni gegn Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands og færa sig nær tyrknesku landamærunum. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sagst ætla að ráðast gegn hersveitum Kúrda í Sýrlandi sem hann telur hryðjuverkasamtök. SDF varar við því að tómarúm skapist fyrir Ríki íslams til náð vopnum sínum aftur yfirgefi Bandaríkjaher Sýrland. Það hefði „hættulegar afleiðingar við alþjóðlegan stöðugleika“. Kúrdar stæðu eftir berskjaldaðir á milli óvinveittra aðila. Trump fullyrti í gær að Ríki íslams hefði þegar verið gersigrað. Því mótmælti SDF í yfirlýsingu. „Stríðið gegn Ríki íslams er ekki búið og Ríki íslams hefur ekki verið sigrað,“ sagði í henni.Loftárásum gegn Ríkis íslams mögulega hætt líka Enn ríkir verulega óvissa um hvað ákvörðun Trump þýðir. Upphaflega virtist hún þýða að allt herlið á landi yrði dregið til baka og baráttunni gegn Ríki íslams yrði hætt. Í dag hafði Reuters-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að Bandaríkjaher myndi einnig hætta loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem stýrt hefur verið annars staðar frá. Lofthernaðurinn er sagður hafa leikið lykilhlutverk í að stökkva vígamönnum Ríkis íslams á flótta. Ákvörðun Trump hefur sætt harðri gagnrýni, ekki síst frá flokkssystkinum hans í Repúblikanaflokknum. Segja þeir brotthvarf Bandaríkjahers styrkja stöðu Rússa og Írana sem styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Trump hefur á móti sagst vera að uppfylla kosningaloforð. Sakaði hann bandamenn Bandaríkjanna um að sýna þeim ekkert nema vanþakklæti fyrir „vernd“ þeirra í Miðausturlöndum. Fullyrðing Trump um að Ríki íslams hafi verið sigrað hefur einnig verið harðlega gagnrýnd. Hans eigin ríkisstjórn hefur nýlega sagt að þúsundir öfgamanna séu enn í Sýrlandi. Frönsk stjórnvöld, sem hafa einnig herlið í Sýrlandi, segja að þeirra hermenn verði áfram í landinu enda hafi Ríki íslams enn ekki sungið sitt síðasta. Franskir embættismenn segja Reuters að ákvörðun Bandaríkjaforseta hafi komið þeim að óvörum. Utanríkisráðuneytið segir að viðræður séu hafnar á milli Frakka, bandamanna þeirra í Sýrlandi og Bandaríkjastjórnar um hvernig brotthvarfi herliðsins verður háttað. Frakkar muni gera sitt besta til að gæta öryggis bandamanna Bandaríkjanna í landinu, þar á meðal hersveita Kúrda. Sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Sýrlands aflýsti fundum sem skipulagðir voru hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi átti einnig að gefa öryggisráðinu skýrslu um stöðu friðarviðræðna síðar í dag.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03