Tími, peningar og lélegar samgöngur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 10:18 Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun