Smitandi hlátur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar