Að semja um árangur Bjarni Benediktsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Efnahagsmál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar