Staðan er dökk Hörður Ægisson skrifar 13. júlí 2018 10:00 Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair WOW Air Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Sjá meira
Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun