Staðan er dökk Hörður Ægisson skrifar 13. júlí 2018 10:00 Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair WOW Air Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun