Verslun virkar Davíð Þorláksson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Viðskipti Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð með því að leggja tolla á stál, ál, kínverskar vörur auk þess sem boðaðir hafa verið tollar á bíla og bílahluti. Það er gert undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um störf heima fyrir með því að leggja tolla á erlend ríki. Þetta hefur vakið lukku hjá sumum kjósendum hans, en atvinnulífið er ekki sátt. Tollar Trumps eru nefnilega ekkert annað en skattahækkun á bandaríska neytendur og fyrirtæki. Þar á meðal eru framleiðendur, bændur og tæknifyrirtæki sem munu öll borga meira fyrir algengar vörur og efni. Kína, Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað fyrir sig með því að leggja á, eða tilkynna um, tolla fyrir milljarða dollara. Þau viðbrögð voru vel fyrirsjáanleg. Þeir tollar munu gera bandarískar vörur dýrari sem mun leiða til minni sölu og tapaðra starfa. Helmingur allra starfa í framleiðslu í Bandaríkjunum reiða sig á útflutning og í eina af hverjum þremur ekrum af ræktarlandi er plantað fyrir útflutning. Aðgerðir Trumps ógna allt að 2,6 milljónum starfa og gætu haft mjög slæm áhrif á hagkerfið. Sömu sögu er að segja af hinum löndunum. Í tollastríði, eins og stríði almennt, eru engir sigurvegarar. Verslun og viðskipti eru nefnilega ekki bara einkamál fyrirtækja. Frjáls viðskipti fjölga störfum og auka svigrúm til launahækkana. Þau skila gjaldeyri og sköttum sem standa undir velferðarkerfinu. Trump hefur breytt flaggskipi kapítalismans að þessu leyti í gamaldags land sem leggur stein í götu verslunar og viðskipta.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar