Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira