Langþreyta eftir lausnum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2018 08:15 Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun