Langþreyta eftir lausnum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2018 08:15 Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Haustið 2017 voru 834 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Dagforeldrum fækkaði um 30%. Hundruð leikskólabarna voru send heim vegna manneklu. Foreldrar voru í vanda. Foreldrar eru enn í vanda. Nýjasta þjónustukönnun sveitarfélaganna dregur upp dökka mynd. Reykjavíkurborg fær falleinkunn. Höfuðborgin mælist hvergi í forystu. Reykvíkingar eru óánægðir. Ekki síst með leikskólana. Við búum við breytta samfélagsmynd. Almennt sækja foreldrar af báðum kynjum nú vinnu utan heimilis. Færri sinna heimilisrekstri í fullu starfi. Börn eru yngri en áður þegar daggæslu gerist þörf. Skortur er á úrræðum og foreldrar lenda í vanda. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Lengja þarf orlofið og hækka þarf þak á orlofsgreiðslur. Í kjölfar fæðingarorlofs leita margir til dagforeldra. Markvisst hefur fækkað í stéttinni og fjölmargir foreldrar endað án barnagæslu. Það skapar vanda við endurkomu á vinnumarkað. Sá vandi lendir oftar á mæðrum en feðrum. Efla þarf dagforeldrastéttina. Við þurfum átak í aðstöðumálum og stóraukna niðurgreiðslu til dagforeldra. Vandi leikskólanna er ekki síður margslunginn og flókinn. Úr honum verður ekki ráðið á einni nóttu og sannarlega ekki með einni lausn. Ráðast þarf í sértækar skammtímaaðgerðir samhliða langtímalausnum. Það er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum. Við verðum að auka hlut faglærðra. Til þess þarf vitundavakningu og yfirgripsmikla kynningu á starfinu. Ekki síður þarf heildstæða endurskoðun á kjaramálum leikskólakennara. Við viljum 35 stunda vinnuviku og markvissar endurbætur á starfsumhverfi. Fjölgun faglærðra er mikilvægt verkefni - en það er langtímaverkefni - enda fimm ára ferli að útskrifa nýjan leikskólakennara. Fimm ára þolinmæði er sjaldgæft fyrirbrigði. Leikskólabörn verða skólabörn að fimm árum liðnum. Foreldrar þurfa lausnir strax. Hvernig stendur til að leysa vanda reykvískra fjölskyldna næsta haust? Mannekluvandi leikskólanna er aðkallandi verkefni. Við þurfum nýja hópa inn í starfið. Nýjar hugmyndir og óhefðbundnar lausnir. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Virkja mætti unga sem aldna. Auka mætti hlut annarra fagstétta, til að mynda þeirra sem hlotið hafa menntun í listgreinum, tónlist eða íþróttum. Eins mætti kalla inn nemendur í leikskólakennarafræðum og stuðla að launuðu starfsnámi í stórauknum mæli. Til lengri tíma þarf þó alltaf fleiri faglærða. Það er afhjúpandi að skoða aldursdreifingu fagmenntaðra á leikskólum. Tölfræðin sýnir að um 30% þeirra faglærðu mun hverfa á eftirlaun innan tíu ára. Án aðgerða mun vandinn einungis stóraukast. Með breytingum á lífeyriskerfinu mætti bjóða lífeyrisþegum áframhaldandi starf á leikskólum án skerðinga. Þannig mætti halda lengur í fagmenntað starfsfólk, framyfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Það yrði þó varla raunhæf lausn án yfirgripsmikilla breytinga á starfsumhverfi leikskólakennara. Álagið er hreinlega of mikið. Við þurfum styttri biðlista og fleiri leikskólapláss. Þegar lausn finnst á mannekluvandanum má reisa nýja leikskóla og stækka þá sem fyrir standa. Með stórátaki getur mikill árangur náðst á nokkrum árum. Höfum þó ávallt hugfast að leikskólar marka fyrsta skólastigið – þeir eru ekki geymslur fyrir umkomulaus börn. Þá þarf að reisa af vandvirkni og fagmennsku. Foreldrar hafa fengið nóg. Leikskólakennarar eru langþreyttir. Dagforeldrar flýja stéttina. Börn eru undir álagi. Við þurfum lausnir. Það þarf markvissar aðgerðir og afgerandi breytingar. Bæta þarf starfsumhverfi leikskólanna og fjölga faglærðu starfsfólki. Tryggja þarf öllum börnum pláss - og foreldrum val um daggæslukosti. Verkefnin verða flókin og fjárútlátin mikil - það er viðbúið – en þetta eru forgangsmál.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun