#ekkimittsvifryk Líf Magneudóttir skrifar 13. mars 2018 15:50 Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur svifryksmengun mælst alltof há og yfir leyfilegum mörkum þannig að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningar og varað við því að fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn séu mikið á ferðinni eða stundi útivist á svæðum þar sem svifryk mælist sem mest. Ástandið er auðvitað ömurlegt og hefur mengunin vakið reiði borgarbúa enda er óásættanlegt að mengun frá bílum skerði lífsgæði okkar og hefti okkur á ýmsa lund. Ástæða mengunarinnar er of mikil umferð einkabíla og við drögum ekki úr mengun með því að auka umferðina. Þetta getum við öll verið sammála um. Margir hafa viljað skella skuldinni á borgaryfirvöld sem þó hafa gripið til margþættra aðgerða til að hindra að þessir mengunardagar verði fleiri í framtíðinni og reynt að vekja fólk til umhugsunar um sótspor sitt. Sumir hafa jafnvel hnýtt í borgina fyrir að láta strætó ganga því hann þyrlar upp svo miklu svifryki og að umferðarsultan í Ártúnsbrekkunni og á fleiri stöðum valdi meiri mengun af því að bílarnir silist áfram og séu því lengur í gangi með tilheyrandi mengun eða þá að malbikið sem sé lagt sé lélegt. Sumir forystumenn flokka þykjast ætla að leysa vandann með því að leggja fleiri vegi sem slíta í sundur borgarlandið og byggja mislæg gatnamót til að liðka fyrir umferðinni en hafa á sama tíma efasemdir um vistvænar lausnir eins og lagningu hjólastíga, sumarlokanir gatna eða borgarlínu. En stöldrum aðeins við. Í Aðalskipulagi er mörkuð stefna til framtíðar um m.a. ferðamáta og borgarskipulag sem helst þétt í hendur. Þar er höfuðáherslan lögð á vistvæna ferðamáta og frelsi til að komast leiðar sinna án þess að þurfa að reiða sig á kostnaðarsama og mengandi einkabíla. Þar kemur einnig fram að þétting byggðar er mikilvæg til að minnka mengun og gera okkur kleift að anda léttar ásamt fyrirhugaðri borgarlínu. Við eigum ekki að gefa afslátt af þessari stefnu. Við þurfum að standa með Aðalskipulaginu til að ná markmiðum okkar um heilnæmt umhverfi og ómengað andrúmsloft. En við viljum líka gera gott betur og einnig fylgja mannréttindastefnu borgarinnar til hins ítrasta. Í tíunda kafla hennar stendur að hver borgarbúi hafi rétt á því að búa í heilnæmu umhverfi sem fólki og lífríki stendur ekki ógn af. Við eigum að vera laus við mengað vatn, andrúmsloft og jarðveg sem spillir heilsu okkar og umhverfi. Í þessu ljósi og að öllu framangreindu þá er löngu kominn tími á að borgaryfirvöld fái skýrar valdheimildir til þess að þrengja enn að þeim mengunarvöldum sem svo sannarlega eiga sök á því að við getum ekki andað léttar í borginni og menga fyrir okkur hversdaginn. Það er gott að horfa til framtíðar en í dag þurfum við líka að geta brugðist strax við með því að takamarka mengandi umferð ökutækja, bæði til skamms- og lengri tíma, heilsu okkar og frelsi til heilla. Við eigum að bjóða borgarbúum upp á vistvæna valkosti og fararmáta í auknum mæli og á dögum þar sem viðbúið er að svifryksmengun geti farið yfir leyfileg mörk ættum við t.d. að bjóða borgarbúum að taka strætó endurgjaldslaust. Við þurfum að hugsa í lausnum en líka aðgerðum. Ég held að við getum öll verið sammála um þetta.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar