Misskipting hefur afleiðingar Þorvaldur Gylfason skrifar 15. mars 2018 07:00 Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun