Svo bregðast krosstré Þorvaldur Gylfason skrifar 25. maí 2017 07:00 Ég hef lýst því áðurá þessum stað hversu hallað hefur á lýðræði um heiminn frá aldamótum, einnig í okkar heimshluta. Steininn tók úr þegar Freedom House sem hefur kortlagt framþróun lýðræðis í heiminum um langt skeið ákvað fyrir nokkru að lækka lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna. Rökin fyrir lækkuninni eru m.a. gölluð kjördæmaskipan sem bjagar úrslit kosninga, hömlulaus fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka, þrátefli á þingi, nýir vitnisburðir um kynþáttamisrétti o.fl. Þegar landið sem hálf heimsbyggðin hefur litið upp til sem „leiðtoga hins frjáls heims“ allar götur frá 1945 telst ekki lengur vera fullburða lýðræðisríki, þurfa menn að staldra við. Bandaríkin voru eina lýðræðisríki heimsins fram til 1850 þegar byltingar brutust út í Evrópu og voru barðar niður en leiddu smám saman af sér útbreiðslu lýðræðis einnig þar. Frá 1945 til aldamótanna 2000 fjölgaði lýðræðisríkjum upp í 90 sem var þá næstum helmingur allra ríkja heimsins. Síðan laust eftir aldamótin hefur fjölgunin þó stöðvazt. Jafnvel Pólland og Ungverjaland, aðildarlönd ESB, ögra nú lýðræði og mannréttindum. Vonin um að gömlu sovétlýðveldin tækju upp lýðræði eftir fall kommúnismans þar um 1990 brást ef Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, eru ein undanskilin. Hvað kom fyrir? Hér langar mig í örstuttu máli að lýsa samhenginu milli misskiptingar og hnignandi lýðræðis.Misskipting grefur undan lýðræði Aukinn ójöfnuður í tekjuskiptingu í Bandaríkjunum tengist þeim þáttum sem Freedom House tilgreinir sem rök fyrir lækkun lýðræðiseinkunnar landsins. Ýmsir hagfræðingar hafa kortlagt aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum og annars staðar, m.a. franski prófessorinn Thomas Piketty sem birti niðurstöður sínar írómaðri metsölubók 2015. Stiklum á stóru. Hlutdeild 1% tekjuhæstu heimilanna í Bandaríkjunum tvöfaldaðist úr 10% 1960-1970 upp í 20% 2013. Hlutdeild 0,1% tekjuhæstu heimilanna þar í landi þrefaldaðist og vel það úr 3% í 10% á sama tíma. Ekkert Vestur-Evrópuland kemst nálægt Bandaríkjunum að þessu leyti þótt misskipting hafi einnig ágerzt í Evrópu. Aukin misskipting veikir lýðræði á ýmsa vegu.Misvægi atkvæða Misvægi atkvæðisréttar hneigist til að sljóvga viðnám gegn öðru misrétti. Stjórnmálamenn sem nærast á ranglátri kjördæmaskipan verða smám saman ónæmir fyrir ranglæti yfirhöfuð líkt og í sjálfsvörn. Misvægi atkvæðisréttar vestra lýsir sér m.a. í gerólíkum fjölda kjósenda að baki hverjum þingmanni í öldungadeildinni, hlutdrægum reglum um skráningu kjósenda sem bitna einkum á blökkumönnum og skakkri skiptingu landsins í kjördæmi sem þingmenn geta sjálfir krukkað í til að auka líkur á eigin endurkjöri (e. gerrymandering). Tveir forsetar af þrem frá árinu 2000 náðu kjöri þótt helzti andstæðingur þeirra hlyti fleiri atkvæði á landsvísu. Aukin misskipting hefur haldizt í hendur við skarpari flokkadrætti, jafnvel í Hæstarétti Bandaríkjanna. Úrskurður réttarins 2010 þess efnis að engin bönd megi leggja á fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka féll eftir flokkslínum, fimm atkvæði gegn fjórum, og veikti lýðræðið með því að tefla miklu valdi upp í hendur örfárra auðmanna sem segja sífellt fleiri stjórnmálamönnum fyrir verkum. Aukin misskipting hefur einnig ýtt undir úlfúð í stjórnmálum, dregið úr kosningaþátttöku og veitt vatni á myllu lygalaupa. Þessi þróun hefur haldizt í hendur við þrönga stöðu margra menntastofnana og annarrar almannaþjónustu og einnig við kynþáttamisrétti sem sýnir fá merki um undanhald. Virðingarleysi fyrir staðreyndum (e. alternative facts) og beinar lygar gegndu miklu hlutverki í forsetakjörinu í nóvember sl. og gera enn svo stjórnmálalíf landsins leikur nú á reiðiskjálfi. Þetta skiptir máli því heillaríkt lýðræði útheimtir virðingu fyrir staðreyndum.Framfarahorfur lýðræðis Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti 1861-1865 var sama sinnis. Hann sagði (í þýðingu minni): „Ég hef bjargfasta trú á þjóðinni. Sé henni sagður sannleikurinn er hægt að reiða sig á að hún standist hverja raun. Öllu skiptir að bera raunverulegar staðreyndir á borð, og bjór.“ Haldi misskipting áfram að ágerast virðast framfarahorfur lýðræðis ekki bjartar í Bandaríkjunum og annars staðar. Þennan vítahring verður að rjúfa með því að snúa misskiptingunni við m.a. með því að leysa stjórnmálamenn og flokka úr kæfandi faðmlagi auðmanna og hagsmunahópa. Betri stjórn fjármála ríkisins myndi einnig hjálpa. Ætla verður að Bandaríkin standist þessa raun. Án nauðsynlegra umbóta er hætt við að misskipting haldi áfram að breiðast út líkt og illgresi og undanhald lýðræðis byrji með líku lagi að breiðast út eins og smit. Ef Bandaríkin bregðast lýðræðinu kann öðrum þjóðum að finnast óhætt að fara eins að. Fari svo þarf Evrópa að rísa upp og sýna umheiminum fram á kosti réttlátrar skiptingar auðs og tekna. Betra og heillavænlegra væri að Bandaríkjunum og Evrópu auðnaðist sem fyrr að vinna verkin hlið við hlið og laða önnur lönd að lýðræði og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Ég hef lýst því áðurá þessum stað hversu hallað hefur á lýðræði um heiminn frá aldamótum, einnig í okkar heimshluta. Steininn tók úr þegar Freedom House sem hefur kortlagt framþróun lýðræðis í heiminum um langt skeið ákvað fyrir nokkru að lækka lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna. Rökin fyrir lækkuninni eru m.a. gölluð kjördæmaskipan sem bjagar úrslit kosninga, hömlulaus fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka, þrátefli á þingi, nýir vitnisburðir um kynþáttamisrétti o.fl. Þegar landið sem hálf heimsbyggðin hefur litið upp til sem „leiðtoga hins frjáls heims“ allar götur frá 1945 telst ekki lengur vera fullburða lýðræðisríki, þurfa menn að staldra við. Bandaríkin voru eina lýðræðisríki heimsins fram til 1850 þegar byltingar brutust út í Evrópu og voru barðar niður en leiddu smám saman af sér útbreiðslu lýðræðis einnig þar. Frá 1945 til aldamótanna 2000 fjölgaði lýðræðisríkjum upp í 90 sem var þá næstum helmingur allra ríkja heimsins. Síðan laust eftir aldamótin hefur fjölgunin þó stöðvazt. Jafnvel Pólland og Ungverjaland, aðildarlönd ESB, ögra nú lýðræði og mannréttindum. Vonin um að gömlu sovétlýðveldin tækju upp lýðræði eftir fall kommúnismans þar um 1990 brást ef Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, eru ein undanskilin. Hvað kom fyrir? Hér langar mig í örstuttu máli að lýsa samhenginu milli misskiptingar og hnignandi lýðræðis.Misskipting grefur undan lýðræði Aukinn ójöfnuður í tekjuskiptingu í Bandaríkjunum tengist þeim þáttum sem Freedom House tilgreinir sem rök fyrir lækkun lýðræðiseinkunnar landsins. Ýmsir hagfræðingar hafa kortlagt aukinn ójöfnuð í Bandaríkjunum og annars staðar, m.a. franski prófessorinn Thomas Piketty sem birti niðurstöður sínar írómaðri metsölubók 2015. Stiklum á stóru. Hlutdeild 1% tekjuhæstu heimilanna í Bandaríkjunum tvöfaldaðist úr 10% 1960-1970 upp í 20% 2013. Hlutdeild 0,1% tekjuhæstu heimilanna þar í landi þrefaldaðist og vel það úr 3% í 10% á sama tíma. Ekkert Vestur-Evrópuland kemst nálægt Bandaríkjunum að þessu leyti þótt misskipting hafi einnig ágerzt í Evrópu. Aukin misskipting veikir lýðræði á ýmsa vegu.Misvægi atkvæða Misvægi atkvæðisréttar hneigist til að sljóvga viðnám gegn öðru misrétti. Stjórnmálamenn sem nærast á ranglátri kjördæmaskipan verða smám saman ónæmir fyrir ranglæti yfirhöfuð líkt og í sjálfsvörn. Misvægi atkvæðisréttar vestra lýsir sér m.a. í gerólíkum fjölda kjósenda að baki hverjum þingmanni í öldungadeildinni, hlutdrægum reglum um skráningu kjósenda sem bitna einkum á blökkumönnum og skakkri skiptingu landsins í kjördæmi sem þingmenn geta sjálfir krukkað í til að auka líkur á eigin endurkjöri (e. gerrymandering). Tveir forsetar af þrem frá árinu 2000 náðu kjöri þótt helzti andstæðingur þeirra hlyti fleiri atkvæði á landsvísu. Aukin misskipting hefur haldizt í hendur við skarpari flokkadrætti, jafnvel í Hæstarétti Bandaríkjanna. Úrskurður réttarins 2010 þess efnis að engin bönd megi leggja á fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálamanna og flokka féll eftir flokkslínum, fimm atkvæði gegn fjórum, og veikti lýðræðið með því að tefla miklu valdi upp í hendur örfárra auðmanna sem segja sífellt fleiri stjórnmálamönnum fyrir verkum. Aukin misskipting hefur einnig ýtt undir úlfúð í stjórnmálum, dregið úr kosningaþátttöku og veitt vatni á myllu lygalaupa. Þessi þróun hefur haldizt í hendur við þrönga stöðu margra menntastofnana og annarrar almannaþjónustu og einnig við kynþáttamisrétti sem sýnir fá merki um undanhald. Virðingarleysi fyrir staðreyndum (e. alternative facts) og beinar lygar gegndu miklu hlutverki í forsetakjörinu í nóvember sl. og gera enn svo stjórnmálalíf landsins leikur nú á reiðiskjálfi. Þetta skiptir máli því heillaríkt lýðræði útheimtir virðingu fyrir staðreyndum.Framfarahorfur lýðræðis Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti 1861-1865 var sama sinnis. Hann sagði (í þýðingu minni): „Ég hef bjargfasta trú á þjóðinni. Sé henni sagður sannleikurinn er hægt að reiða sig á að hún standist hverja raun. Öllu skiptir að bera raunverulegar staðreyndir á borð, og bjór.“ Haldi misskipting áfram að ágerast virðast framfarahorfur lýðræðis ekki bjartar í Bandaríkjunum og annars staðar. Þennan vítahring verður að rjúfa með því að snúa misskiptingunni við m.a. með því að leysa stjórnmálamenn og flokka úr kæfandi faðmlagi auðmanna og hagsmunahópa. Betri stjórn fjármála ríkisins myndi einnig hjálpa. Ætla verður að Bandaríkin standist þessa raun. Án nauðsynlegra umbóta er hætt við að misskipting haldi áfram að breiðast út líkt og illgresi og undanhald lýðræðis byrji með líku lagi að breiðast út eins og smit. Ef Bandaríkin bregðast lýðræðinu kann öðrum þjóðum að finnast óhætt að fara eins að. Fari svo þarf Evrópa að rísa upp og sýna umheiminum fram á kosti réttlátrar skiptingar auðs og tekna. Betra og heillavænlegra væri að Bandaríkjunum og Evrópu auðnaðist sem fyrr að vinna verkin hlið við hlið og laða önnur lönd að lýðræði og mannréttindum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun