Nú þurfum við að velja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. Annar kosturinn er sá að halda sig við gömul áform án þess að taka tillit til allra þeirra breytinga sem hafa orðið í millitíðinni. Köllum þetta valkost A.Valkostur A Að halda áfram að vinna samkvæmt áratugagömlum áformum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þótt allar meginforsendur framkvæmdarinnar séu gjörbreyttar frá því áformin urðu til Ráðast í margra ára risaframkvæmd á stað sem erfitt er að komast að og fara frá. Flytja gífurlegt magn jarðefna, steypu, stáls o.s.frv. um mestu umferðarteppugötur landsins. Ætla á sama tíma að þrengja enn að umferðinni með því að leggja tvær akreinar á helstu samgönguæðum undir borgarlínustrætó Láta starfsemi þjóðarsjúkrahússins fara fram á vinnusvæði árum saman með tilheyrandi sprengingum, fleygunum og hávaða frá stórum og litlum vinnuvélum Treysta á að þegar framkvæmdum lýkur muni jafnvel aðeins fjórðungur sjúklinga, starfsfólks og gesta koma á sjúkrahúsið á eigin bílum. Komast svo að raun um að auðvitað hafi það verið algjörlega óraunhæft og sitja uppi með afleiðingarnar Hefja svo loks að mörgum árum liðnum tilraunir til að gera húsin sem fyrir eru hæf undir nútíma sjúkrahúsþjónustu, hreinsa burt myglu- og rakaskemmdir skipta um lagnir, gólf, loft og glugga. Skipta um allt og treysta því að það verði ódýrara en að byggja nýtt. Færa starfsemina fram og til baka á meðan á framkvæmdum stendur. Komast loks að því að sum húsin voru ónýt eftir að kostnaður hefur farið fram úr áætlun sjö sinnum Reyna svo að láta húsaþyrpingu um tuttugu misgamalla húsa virka sem eina heild Sitja uppi með þjóðarsjúkrahús sem erfitt er að komast til og frá. Húsaþyrpingu stórra steinsteypukassa sem fólk ferðast á milli í neðanjarðargöngum eða ofanjarðar í vindgöngunum sem liggja á milli kassanna En það blasir líka við annar valkostur. Köllum hann valkost M.Valkostur M Sýna að stjórnmálamenn geti endurmetið hlutina, tekið ákvarðanir og látið verkin tala. Velja staðsetningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, hannað fyrir 21. aldar heilbrigðisþjónustu. Hús þar sem allt er nýtt og allt virkar sem ein heild Setja færustu hönnuði á fullt við að teikna glæsilegt þjóðarsjúkrahús og hefja framkvæmdir á stað þar sem rými er nægt, þar sem framkvæmdir eru mun ódýrari en í miðborgarbyggð og ganga miklu hraðar og betur fyrir sig Byggja á nokkrum árum fallegt hús í fallegu umhverfi. Hús og umhverfi sem lyftir andanum og eykur vellíðan. Úr hverri sjúkrastofu blasir við fallegt útsýni og sjúklingar og starfsfólk getur eftir atvikum sest út á bekk í fallegum garði eða farið í göngutúr eða hádegissprett í fallegri náttúru Flytja starfsemi Landspítalans í nýtt og fullbúið sjúkrahúsið en halda hugsanlega áfram heilbrigðisstarfsemi í bestu húsunum við Hringbraut. Önnur hús yrðu seld, t.d. undir hótel, skrifstofur eða þau rifin eftir því sem við á Á skemmri tíma en tekið hefði að klára nýbyggingar og endurbyggingu gömlu húsanna við Hringbraut væri risið nýtt stórglæsilegt þjóðarsjúkrahús á besta stað. Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænumFöst í hjólförunum Valið virðist auðvelt en samt heldur „kerfið“ áfram að vinna að valkosti A. Þó virðist það ekki gert af sannfæringu fyrir því að sá valkostur sé hinn eini rétti. Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt. Til skoðunar hefur verið að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli í Kópavogi var skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust. Hann verður rifinn. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð. Húsið stendur autt og bíður örlaga sinna. Starfsmenn Tryggingastofnunar yfirgefa nú húsnæðið þar sem stofnunin hefur verið um áratuga skeið og nýverið ákvað sjálft ráðuneyti heilbrigðismála að flytja starfsemi sína vegna gruns um myglu. Ráðuneytið starfar nú í bráðabirgðahúsnæði.En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands.Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. Annar kosturinn er sá að halda sig við gömul áform án þess að taka tillit til allra þeirra breytinga sem hafa orðið í millitíðinni. Köllum þetta valkost A.Valkostur A Að halda áfram að vinna samkvæmt áratugagömlum áformum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þótt allar meginforsendur framkvæmdarinnar séu gjörbreyttar frá því áformin urðu til Ráðast í margra ára risaframkvæmd á stað sem erfitt er að komast að og fara frá. Flytja gífurlegt magn jarðefna, steypu, stáls o.s.frv. um mestu umferðarteppugötur landsins. Ætla á sama tíma að þrengja enn að umferðinni með því að leggja tvær akreinar á helstu samgönguæðum undir borgarlínustrætó Láta starfsemi þjóðarsjúkrahússins fara fram á vinnusvæði árum saman með tilheyrandi sprengingum, fleygunum og hávaða frá stórum og litlum vinnuvélum Treysta á að þegar framkvæmdum lýkur muni jafnvel aðeins fjórðungur sjúklinga, starfsfólks og gesta koma á sjúkrahúsið á eigin bílum. Komast svo að raun um að auðvitað hafi það verið algjörlega óraunhæft og sitja uppi með afleiðingarnar Hefja svo loks að mörgum árum liðnum tilraunir til að gera húsin sem fyrir eru hæf undir nútíma sjúkrahúsþjónustu, hreinsa burt myglu- og rakaskemmdir skipta um lagnir, gólf, loft og glugga. Skipta um allt og treysta því að það verði ódýrara en að byggja nýtt. Færa starfsemina fram og til baka á meðan á framkvæmdum stendur. Komast loks að því að sum húsin voru ónýt eftir að kostnaður hefur farið fram úr áætlun sjö sinnum Reyna svo að láta húsaþyrpingu um tuttugu misgamalla húsa virka sem eina heild Sitja uppi með þjóðarsjúkrahús sem erfitt er að komast til og frá. Húsaþyrpingu stórra steinsteypukassa sem fólk ferðast á milli í neðanjarðargöngum eða ofanjarðar í vindgöngunum sem liggja á milli kassanna En það blasir líka við annar valkostur. Köllum hann valkost M.Valkostur M Sýna að stjórnmálamenn geti endurmetið hlutina, tekið ákvarðanir og látið verkin tala. Velja staðsetningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, hannað fyrir 21. aldar heilbrigðisþjónustu. Hús þar sem allt er nýtt og allt virkar sem ein heild Setja færustu hönnuði á fullt við að teikna glæsilegt þjóðarsjúkrahús og hefja framkvæmdir á stað þar sem rými er nægt, þar sem framkvæmdir eru mun ódýrari en í miðborgarbyggð og ganga miklu hraðar og betur fyrir sig Byggja á nokkrum árum fallegt hús í fallegu umhverfi. Hús og umhverfi sem lyftir andanum og eykur vellíðan. Úr hverri sjúkrastofu blasir við fallegt útsýni og sjúklingar og starfsfólk getur eftir atvikum sest út á bekk í fallegum garði eða farið í göngutúr eða hádegissprett í fallegri náttúru Flytja starfsemi Landspítalans í nýtt og fullbúið sjúkrahúsið en halda hugsanlega áfram heilbrigðisstarfsemi í bestu húsunum við Hringbraut. Önnur hús yrðu seld, t.d. undir hótel, skrifstofur eða þau rifin eftir því sem við á Á skemmri tíma en tekið hefði að klára nýbyggingar og endurbyggingu gömlu húsanna við Hringbraut væri risið nýtt stórglæsilegt þjóðarsjúkrahús á besta stað. Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænumFöst í hjólförunum Valið virðist auðvelt en samt heldur „kerfið“ áfram að vinna að valkosti A. Þó virðist það ekki gert af sannfæringu fyrir því að sá valkostur sé hinn eini rétti. Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt. Til skoðunar hefur verið að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli í Kópavogi var skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust. Hann verður rifinn. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð. Húsið stendur autt og bíður örlaga sinna. Starfsmenn Tryggingastofnunar yfirgefa nú húsnæðið þar sem stofnunin hefur verið um áratuga skeið og nýverið ákvað sjálft ráðuneyti heilbrigðismála að flytja starfsemi sína vegna gruns um myglu. Ráðuneytið starfar nú í bráðabirgðahúsnæði.En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands.Höfundur er formaður Miðflokksins
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun