Um hvað snúast kosningarnar? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2017 16:34 Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar