Um hvað snúast kosningarnar? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2017 16:34 Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun