Áhrif viðhorfa og samskipta á framleiðni Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar