Áhrif viðhorfa og samskipta á framleiðni Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun