Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar 25. október 2025 08:31 Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Lögreglan Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.En stundum finnur líkaminn leið til róar í bjargráðum sem virðast saklaus, þ.e. að vinna meira, hafa ofstjórn á umhverfinu eða leita í áfengi eða sætindi. Það sem byrjaði sem viðbragð getur orðið mynstrið sem heldur okkur föstum. Þetta er ekki veikleiki. Þetta er merki um líkama sem lifði af, en gleymdi að hættan væri búin. Ég veit þetta af eigin raun. Ég starfaði árum saman sem lögreglumaður. Ég sá hluti sem flestir vilja ekki sjá og upplifði aðstæður sem enginn maður ætti að venjast. Fyrst fannst mér ég takast vel á við starfið, ég var rólegur, yfirvegaður og klár í verkefnin. En með tímanum fór ég að finna að það var eitthvað í mér sem var stöðugt á verði, jafnvel þegar ekkert var að gerast. Ég var alltaf tilbúinn og líkaminn náði aldrei að slaka á, að minnsta kosti ekki nóg til þess að ég næði að sofna. Það er skrítið að hugsa til baka og sjá hvað áföll geta orðið eðlileg. Þú venst því að hlaupa inn á vettvang, venst öskrum, blóði, reyk, kulda og sorg, en á sama tíma tekur hver vakt eitthvað með sér heim. Smátt og smátt safnast það saman, það sem þú sást og það sem þú gerðir ekki. Sorgin sem enginn talaði um og áföllin sem enginn nefnir, þau leggjast á sálina eitt lag ofan á annað eins og ryk sem sest á gler. Í starfinu lærir maður bara að halda áfram, í lögreglunni er það kallað að vera faglegur. En það er enginn sem kennir þér hvernig á að vinna úr því sem þú berð með þér. Enginn spyr: „Hvernig gengur þér að sofa eftir vakt?“ eða „hvernig líður líkamanum þínum eftir áralangt álag?“ Þannig að þú finnur þín eigin bjargráð og fyrir mig var það sykur. Sykur virkar svo sannarlega sem bjargráð. Í augnablikinu sem hann snertir bragðlaukana róast allt. Heilinn sendir boð um vellíðan, líkamanum finnst hann vera öruggur, en þessi ró er viðkvæm. Þegar áhrifin fjara út kemur spennan aftur, dýpri og þrálátari og þá þarf meiri sykur. Áður en maður veit af er sykurinn orðinn að björgunarhring sem heldur manni gangandi en gefur enga raunverulega hvíld. Þannig virkar óheilbrigða bjargráðið, þau sefa en græða ekki. Við teljum okkur vera róleg en líkaminn er enn á vakt eins og lögreglumaður sem gleymir að fara heim eftir langan dag. Óheilbrigð bjargráð eru ekki veikleiki, heldur viska líkama sem einu sinni þurfti að bjarga sér. Þau verða til þegar lífið krefst meira af okkur en við ráðum við. Sum bjargráð eru svo eðlileg að við sjáum þau ekki lengur. Við vinnum aðeins meira því það er auðveldara að stjórna verkefnum en tilfinningum. Við reynum að halda utan um lífið með ofstjórnun þegar eitthvað innra með okkur er að gliðna. Við grípum í símann því þögnin getur minnt á það sem við höfum ekki enn sagt upphátt. Við leitum í sætleika, áfengi eða mat sem róar líkama sem hefur gleymt hvað öryggi er. Það sem virðist vera löngun er oftast bið eftir ró, bið eftir því að einhver, jafnvel við sjálf, segjum: „Það er allt í lagi núna.“ Þetta eru bjargráð sem virka sem hækja en aðeins tímabundið. Þau róa storminn á yfirborðinu en halda honum lifandi undir því. Þau gefa líkamanum öryggi sem endist í augnablik, en ekki frið sem varir. Og svo endum við eins og margir gera, í vítahringnum milli spennu og róar á meðan líkaminn bíður eftir að við hlustum. Þegar nóttin kemur og þögnin tekur við, stígur óróinn fram eins og gamall vinur. Hann sest á brún rúmsins og hvíslar sögur úr líkamanum, sögur sem hugurinn vildi gleyma. Líkaminn þráir hvíld en hugurinn heldur vaktina, fastur á milli tveggja heima, fortíðar sem sefur ekki og nútíðar sem hann treystir ekki alveg. Ég finn sársauka sem ég kalla sykurþörf. Ég leita að sætleika, ekki í leit að bragði heldur í friði. Þegar sykurinn snertir tunguna, finnst mér eins og ég fái boð frá einhverjum dýpri stað, hljóðlaust loforð um öryggi. Í augnablikinu trúir líkaminn að hann sé heill. En þegar bragðið hverfur, kemur tómið aftur og með því kemur lærdómurinn. Ég skamma mig ekki lengur fyrir sykurinn sem róaði mig fyrir svefninn.Hann var eins og hljóðlaust loforð um öryggi til líkama sem hafði gleymt hvað ró var. Ég skil nú að það var ekki sykurinn sem gaf mér frið, heldur augnablikið þegar líkaminn trúði að ég væri öruggur. Nú þarf ég hann ekki lengur til að finna frið. Þegar óróinn kemur, leyfi ég honum að tala. Ég hlusta á hann í stað þess að kæfa hann, því stundum þarf friður fyrst að fá rödd áður en hann getur orðið að ró. Ég veit þó að ekki allir sjá eigin bjargráð. Þau hafa orðið eins og óséður hluti af líkamanum, viðbrögð sem virðast eðlileg eins og kertaljós sem logar í myrkri en hitar ekki. Sumir sem ég þekki leituðu í áfengi, vímuefni eða hættulega hegðun, ekki til að hverfa, heldur til að róa taugakerfi sem þoldi ekki meira. Fyrir þá verður hver sopi, hver örvun og hver áhætta að augnabliksfriði. En þegar áhrifin líða hjá, vaknar sama spenna á ný og þeir festast í mynstri sem enginn kenndi þeim að losa sig úr. Þetta eru ekki vondar manneskjur, heldur líkamar og sálir sem hafa verið á verði of lengi. Þeir þurftu ekki dóm, heldur nærveru og hlýju. Það er ekki veikleiki að finna til, það er leiðin heim. Endurupplifun áfalla kennir okkur að hlusta, að hægja á skrefunum og finna jörðina aftur. Þau minna okkur á að á bak við hvert bjargráð býr saga, hjarta sem reyndi að lifa og manneskja sem vildi bara ró. Þegar við loksins sjáum það mýkist allt. Skömmin hverfur og sársaukinn fær nýtt hlutverk, hann verður kennari. Sykurinn var aldrei óvinur minn. Hann var tungumál líkama míns sem reyndi að ná sambandi við hjartað. Nú, þegar óróinn kemur, reyni ég ekki að stöðva hann. Ég býð honum sæti, ég tek hann í fangið eins og barn sem hefur beðið of lengi eftir hlýju. Ég hvísla: „Þú ert öruggur núna.“ Og stundum, í hljóðinu milli hjartslátta, finn ég að róin sem ég leitaði að var aldrei horfin, hún beið bara eftir að ég heyrði í henni. Við skulum taka áföll alvarlega. Því undir hverju bjargráði býr bæn, undir hverri þögn býr þrá og undir hverjum sársauka býr hjarta sem vill aftur tengjast. Sársauka verður ekki hægt að forðast, en við getum lært að umgangast hann.Þegar við hættum að berjast og byrjum að hlusta, verður friðurinn ekki umbun heldur hluti af lífinu sjálfu. Höfundur er mannvinur og kennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun