Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar 24. október 2025 11:32 Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Hvalfjarðarsveit Efnahagsmál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun