Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:02 Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun