Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar 25. október 2025 11:01 Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir. Við notum orðið samfélag á hverjum degi: samfélag kennara, samfélag íþróttafólks, samfélag íbúa. En hvað felst í orðinu samfélag? Það er ekki bara að búa á sama stað. Samfélag verður ekki til nema við viljum bera ábyrgð hvert á öðru. Í litlu sveitarfélagi eins og okkar sést þetta skýrar en víðast hvar annars staðar. Hér hittumst við í sundlauginni, á íþróttaleikjum, á foreldrafundum og í búðinni. Við vitum hverjir eru nýfluttir og hverjir eiga erfitt. Við vitum líka að þegar við stöndum saman getum við tekist á við stór verkefni hvort sem það snýst um að efla bæjarandann, halda betur utan um fólkið okkar eða skapa ný tækifæri í atvinnulífinu. Samfélagið þarf á slíkri samstöðu að halda. En það þarf líka eitthvað frá okkur öllum. Það þarf að við látum okkur hvort annað varða. Að við mætum á opna fundi, tölum saman í stað þess að tala framhjá hvert öðru og að við tökum þátt í að móta framtíðina í stað þess að bíða eftir að einhver annar geri það. Samfélag er ekki þjónusta sem við þiggjum, það er samvinnuverkefni sem við eigum öll hlutdeild í. Verkefnið er stórt og flókið en það léttist umtalsvert ef við leggjum okkar af mörkum. Við sem tilheyrum samfélaginu þurfum að koma með hugmyndir, sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál og þora að prófa nýjar leiðir. Samfélag sem vill vaxa þarf ekki bara samstöðu, heldur líka sköpunarkraft og hugrekki til að breyta hlutum til hins betra. Við höfum séð hvað gerist þegar traustið rofnar, þegar umræðan verður beitt og fólki hættir til að sjá fyrst það sem skilur okkur að, í stað þess sem sameinar okkur. Þá gleymum við því að við eigum í raun sömu óskir: að börnin okkar fái tækifæri til að lifa hér góðu lífi, að atvinnulífið sé sterkt og að samfélagið okkar sé öruggt og lifandi. Það er á þessum grunni sem framtíð Norðurþings byggist. Ef við getum hlustað hvert á annað, átt samtöl frekar en rifrildi og unnið sameiginlega að lausnum, þá getum við gert meira en að halda samfélaginu gangandi. Við getum gert það að fyrirmynd þess hvernig litlar byggðir víða um land geta blómstrað með samstöðu og virðingu að leiðarljósi. Samfélag er ekki eitthvað sem við eigum, það er eitthvað sem við gerum, saman. Höfundur er oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra í Norðurþingi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun