Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa 24. október 2025 11:01 Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar