Ófremdarástand í húsnæðismálum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. október 2017 09:30 Ófremdarástand er í húsnæðismálum í Reykjavík eftir áralanga vanrækslu stjórnvalda þar sem hæst ber lóðaskort í Reykjavík. Ekki er óalgengt að krafist sé gífurlegra hárra upphæða í leigu – jafnvel 250 þúsund króna fyrir meðalstóra íbúð. Stór hópur fólks hefur ekki fjárhagslega burði til að vera á slíkum leigumarkaði. Þess vegna eru dæmi um að fólk leigi húsnæði í óviðunandi ástandi á okurverði. Fólk hefur jafnvel ekki baðaðstöðu eða deilir salerni með öðrum en fjölskyldunni. Afskiptaleysi ráðamanna undanfarin ár af þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi Íslendinga sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þótt það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að stjórnvöld hafa vanrækt þennan málaflokk allt of lengi. Flokkur fólksins krefst þess að komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki stjórnast af gróðahyggju. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju þjóðarinnar. Við megum ekki líða frekari vanrækslu í þessum málum. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðalgrunnþörfum að ræða. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur mikil áhrif á sjálfsmynd barna sem þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap hefur getað treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir hjálpað börnunum sínum því þeir eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í samfélaginu hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust. Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ófremdarástand er í húsnæðismálum í Reykjavík eftir áralanga vanrækslu stjórnvalda þar sem hæst ber lóðaskort í Reykjavík. Ekki er óalgengt að krafist sé gífurlegra hárra upphæða í leigu – jafnvel 250 þúsund króna fyrir meðalstóra íbúð. Stór hópur fólks hefur ekki fjárhagslega burði til að vera á slíkum leigumarkaði. Þess vegna eru dæmi um að fólk leigi húsnæði í óviðunandi ástandi á okurverði. Fólk hefur jafnvel ekki baðaðstöðu eða deilir salerni með öðrum en fjölskyldunni. Afskiptaleysi ráðamanna undanfarin ár af þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi Íslendinga sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þótt það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að stjórnvöld hafa vanrækt þennan málaflokk allt of lengi. Flokkur fólksins krefst þess að komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki stjórnast af gróðahyggju. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju þjóðarinnar. Við megum ekki líða frekari vanrækslu í þessum málum. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðalgrunnþörfum að ræða. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur mikil áhrif á sjálfsmynd barna sem þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap hefur getað treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir hjálpað börnunum sínum því þeir eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í samfélaginu hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust. Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun