Sá siðlausasti vinnur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 2. september 2017 11:58 Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Tengdar fréttir Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15 Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stjórn Heimdallar er sögð vera með Ísaki í liði og er hún sökuð um að meina yfirlýstum andstæðingum hans þátttökurétt á sambandsþinginu. Þá hefur komið á daginn að hópur ungra sjálfstæðismanna, sem allir höfðu lögheimili utan Reykjavíkur áður, hafa skyndilega flutt lögheimili sín á heimili vinar Ísaks, Þengils Björnssonar, við Álftamýri í Reykjavík. Ísak segist ekkert vita og Þengill fullyrðir að mennirnir sjö búi með sér í húsinu.Spillt stjórnmálamenning Vinnubrögð af þessu tagi virðast því miður vera lenskan í Sjálfstæðisflokknum. Það er engu líkara en að í stofnunum flokksins sé innbyggður hvati til óheiðarleika og spillingar. Þetta er ekki bara vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur fyrir samfélagið allt. Spillt stjórnmálamenning í stjórnmálaflokki á það til að smitast yfir í sveitarstjórnir, Alþingi og aðrar stofnanir samfélagsins. Við brenndum okkur á þessu haustið 2008, þegar spillingin í Sjálfstæðisflokknum átti stóran þátt í að setja Ísland á hausinn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið. Spilling virðist grassera eins og myglusveppur í Valhöll og einkennin sjást greinilega í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsbarátta virðist vera einhvers konar keppni í klækjum. Það er orðið löngu tímabært að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins fari í meiriháttar naflaskoðun og taki heiðarlegt uppgjör við stjórnmálamenninguna í flokknum. Það er nauðsynlegt ef okkur á einhvern tíma að takast að skapa heilbrigða stjórnmálamenningu á Íslandi. „Unga fólkið er framtíðin,“ skrifaði Ísak Rúnarsson í pistli á Vísi þann 26. júlí síðastliðinn. Það er hins vegar engin framtíð fólgin í spillingu og óheiðarleika. Við sem erum ung og að stíga okkar fyrstu skref í pólitík verðum að bera gæfu til þess að hafna slíkum vinnubrögðum fortíðar. Annars mun okkur aldrei takast að auka traust á stjórnmálum, heldur þvert á móti halda áfram að draga úr því með vondum afleiðingum fyrir lýðræðið. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Leyndardómsfullir fólksflutningar í aðdraganda formannskosninga Sjö ungir menn, sem allir bjuggu áður í öðrum bæjarfélögum, hafa flutt lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík í aðdraganda sambandsþings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, sem haldið verður helgina 8.-10. september. 1. september 2017 22:15
Fimm aðildarfélög SUS hyggjast segja sig úr sambandinu Ingvar Smári, sem býður sig fram til formanns segir að "stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem leynt og ljóst styður framboð Ísaks Rúnarssonar, til formennsku gætti þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn hans.“ 30. ágúst 2017 23:31
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun