„Vélræn“ stjórnsýsla er mikilvæg Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar