„Vélræn“ stjórnsýsla er mikilvæg Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun