Macron vonar að Trump vendi kvæði sínu í kross í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 09:16 Vel virtist fara á með Macron og Trump þegar sá síðarnefndi heimsótti Frakkland fyrir helgi. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30
Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49