Þjónustumiðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi Kristín Einarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:39 Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun