Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 16:00 Vísir/Samsett/Getty Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30
Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30
Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00
Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn