Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 29. mars 2017 10:45 Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun