Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 29. mars 2017 10:45 Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Isak Valtersen er 17 ára norskur menntaskólanemi. Hann er aðalpersóna þriðju þáttaraðar norsku unglingaþáttanna Skam og hann er að mínu mati ein mikilvægasta sjónvarpspersóna síðustu ára. Isak upplifir í fyrsta sinn að verða skotinn í einhverjum af sama kyni. Hann berst við eigin fordóma, sættist við sjálfan sig og kemur út fyrir vinum sínum. Hann byrjar með strák, kyssir strák, stundar kynlíf með strák í fyrsta skipti. Af hverju kalla ég Isak eina mikilvægustu sjónvarpspersónu síðustu ára? Vegna þess að við höfum aldrei kynnst neinum eins og Isak áður. Íslensk ungmenni hafa aldrei fengið að kynnast eins jákvæðri, heiðarlegri og opinskárri frásögn af samkynhneigð í sjónvarpi og nú. Við sjáum endalausar ástarsögur af gagnkynhneigðum pörum, en aldrei höfum við séð ástarsögu tveggja ungra einstaklinga af sama kyni sagða á eins heiðarlegan og umbúðalausan hátt og gert er í Skam. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að hinsegin ungmennum líði verr en öðrum í skólanum. Ein ástæðan er skortur á sýnileika. Þess vegna barðist ég fyrir innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. En meira þarf til. Efla þarf sýnileika hinsegin fólks í dægurmenningu. Hinsegin fyrirmyndir geta verið mikilvægar fyrir ráðvillt ungmenni sem eru að uppgötva og sættast við sjálf sig. Að þau geti speglað sig í einhverjum sem er að upplifa það sama og þau getur skipt sköpum. Isak Valtersen er fyrir fjölda unglingsstráka í dag þessi nauðsynlega fyrirmynd – fyrirmynd sem ég hefði sárlega þurft á að halda á mínum unglingsárum. Isak er mikilvægur vegna þess að það er ekki verið að fela það að hann stundi kynlíf með kærasta sínum. Það er þessi sýnileiki sem skiptir öllu máli. Það er von mín að Skam ryðji brautina og að hinsegin ungmenni verði hér eftir mun sýnilegri í sjónvarpi og kvikmyndum. Íslenskir framleiðendur mega svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun