Frelsi til sölu Stefán Máni skrifar 3. mars 2017 07:00 Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun