Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 10:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, notaðist við einkavefþjón fyrir tölvupósta sína þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Á tímum ræddi hann viðkvæm mál og jafnvel öryggismál, sem flokkuð eru sem viðkvæm, í tölvupóstum.Dagblaðið Indianapolis Star hefur farið yfir fjölda tölvupósta úr AOL pósthólfi Pence og fundið þar, meðal annars, samskipti ríkisstjórans fyrrverandi og Alríkislögreglunnar um handtökur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. Ljóst er að pósthólf Pence varð fyrir tölvuárás síðasta sumar. Allir á tenglaskrá Pence fengu tölvupóst frá honum, en í honum stóð að ríkisstjórinn og eiginkona hans væru föst í Filippseyjum og þyrftu nauðsynlega á peningum að halda til að komast heim. Talsmaður Pence, Marc Lotter, segir að hann hafi ekki notast við pósthólfið frá því að hann varð varaforseti Bandaríkjanna. Enn fremur hafi hann fengið utanaðkomandi aðila til að fara yfir tölvupósta í AOL pósthólfinu þegar hann hætti sem ríkisstjóri. Sá aðili hafi séð til þess að allir tölvupóstar sem tengdust opinberum málum yrðu sendir til ríkisins og skráðir sem opinber gögn.Pence og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndu Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, harðlega vegna einkavefþjóns hennar þegar hún var utanríkisráðherra.Lotter segir fyrirkomulag Pence og Clinton ekki sambærilegt, meðal annars þar sem Pence hafi ekki meðhöndlað leyndarmál ríkisins eins og hún.Indianapolis Star fékk um 30 blaðsíður af tölvupóstum Pence frá núverandi ríkisstjóra Indiana, sem neitaði þó að afhenda ótilgreindan fjölda pósta þar sem þeir væru trúnaðarmál, eða of viðkvæmir til að verða opinberir. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja líklegt að pósthólf Pence hafi verið alveg jafn óöruggt og pósthólf Clinton. Ekki er vitað til þess að pósthólf Clinton hafi orðið fyrir tölvuárás.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira