Klamydía í frímínútum Óskar Steinn Ómarsson skrifar 8. febrúar 2017 00:00 Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun